Ferill 28. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1990–91. – 1060 ár frá stofnun Alþingis.
113. löggjafarþing. – 28 . mál.


Nd.

790. Breytingartillögur



við frv. til l. um mannanöfn.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



     Við 7. gr. Síðari málsliður 4. mgr. orðist svo: Sú ákvörðun skal jafnan háð samþykki barnsins sjálfs sé þess kostur.
     Við 9. gr. Upphaf greinarinnar orðist svo: Hver maður, sem hefur ekki ættarnafn, sbr. 2. mgr., skal kenna sig til föður, móður eða föður og móður þannig að á eftir eiginnafni eða eiginnöfnum komi o.s.frv.
     Við 9. gr. 3. mgr. falli brott.